Erlent

Sameinuðu þjóðirnar sæta færis í Sýrlandi

Rústir eftir loftárásir í borginni Aleppo í Sýrlandi.
Rústir eftir loftárásir í borginni Aleppo í Sýrlandi. vísir/EPA
Sameinuðu þjóðirnar áforma að koma hjálpargögnum til um 150 þúsund Sýrlendinga á næstu fimm dögum þegar tímabundið vopnahlé á að taka gildi að hluta til í landinu. Vopnahléið hófst á laugardag en nú þegar hafa borist fregnir af því að stríðandi fylkingar hafi brotið það nokkrum sinnum.

Þó virðist hléið halda að mestu og því verður lögð áhersla á að koma hjálp til þeirra sem verst eru staddir í landinu. Á meðal borga sem fá hjálp er Madaya, þar sem íbúarnir hafa verið að deyja úr hungri síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×