Enski boltinn

Jóhann Berg á leið í læknisskoðun hjá Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.
Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson gengst undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley í dag samkvæmt heimildum Sky Sports.

Burnley samþykkti 2,5 milljóna punda tilboð Charlton Atheltic í Jóhann Berg á dögunum og það bendir allt til þess að landsliðsmaðurinn fái að spreyta sig í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Jóhann Berg spilaði vel fyrir Charlton á síðasta tímabili þótt liðinu hafi gengið illa og fallið úr B-deildinni. Jóhann Berg skoraði sex mörk og gaf 11 stoðsendingar í 40 deildarleikjum í fyrra.

Jóhann Berg var tvö tímabil í herbúðum Charlton en þar áður lék hann með AZ Alkmaar í Hollandi.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Íslands í öllum fimm leikjum liðsins á EM í Frakklandi. Hann hefur alls leikið 52 landsleiki og skorað fimm mörk.

Burnley er nýliði í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann B-deildina í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×