Rauf bandaríska einokun með sögulegri frammistöðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2016 06:00 Henrik Stenson kyssir Silfurkönnuna á Royal Troon-vellinum í Skotlandi eftir sigurinn sögulega þar sem hann bætti tvö stærstu metin á Opna breska. vísir/Getty Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is
Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34
Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30
Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59