Innlent

Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustunni.
Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/Anton Brink
Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en samkvæmt frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í dag nema framlögin tæplega 1,2 milljörðum króna.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016 fara 666 milljónir króna í Framkvæmdasjóðinn og nemur því hækkunin milli ára um hálfum milljarði króna, en mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×