Hildur Sverrisdóttir tekur sæti flokkssystur sinnar Ólafar Nordal á Alþingi. Þetta var tilkynnt við setningu Alþingis í dag.
Ólöf er nýútskrifuð af spítala eftir að hafa verið á Landspítalanum í rúman mánuð með sýkingu og lungnabólgu.
Hildur er fyrsti varamaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hildur inn fyrir Ólöfu
Tengdar fréttir
Ólöf útskrifuð af Landspítalanum: "Síðustu vikur hafa verið ólýsanlegar og margt gengið á“
Ólöf Nordal innanríkisráðherra var lögð inn vegna lungnabólgu og sýkingar fyrir um sex vikum.