Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki Þórdís Valsdóttir skrifar 11. apríl 2016 07:00 Deilt var um heimild eigenda þriggja íbúða í Skuggahverfi til að leigja þær út í atvinnuskyni til ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira