Ástæðan fyrir því að Björn stígur til hliðar er slæmt gengi Grindavíkur í upphafi tímabils.
Grindvíkingar hafa aðeins unnið tvo af fyrstu átta leikjum sínum og sitja í 6. sæti Domino's deildarinnar.
Björn tók við Grindavíkurliðinu af Daníel Guðna Guðmundssyni fyrir tímabilið. Þetta var frumraun hans í meistaraflokksþjálfun.
Björn stýrði Grindavík í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 67-59 fyrir Stjörnunni í Ásgarði.