Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 17:30 Guðlaugur Þór Þórðarson sat hjá í atkvæðagreiðslu um búvörusamningana í dag. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. Hann tekur þó fram að atvinnuveganefnd hafi unnið mjög vel í því að sníða af helstu vankanta samninganna og nefnir til að mynda lengd þeirra, en taka á samningana til gagngerrar endurskoðunar eftir þrjú ár. Mikilvægt er að mati Guðlaugs að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eiga að skila. Guðlaugur segir ljóst að Íslendingar þurfi að vera með landbúnaðinn í svipuðu umhverfi og í löndunum sem við berum okkur saman við, líkt og aðrar atvinnugreinar, og vísar þá í stuðninginn sem er tvenns konar, annars vegar með beinum styrkjum og hins vegar með tollvernd. „Við erum svona á svipuðum stað eins og ESB og EFTA-löndin þegar þetta er mælt í vergri landsframleiðslu og ef við ætluðum að breyta því þá þyrftum við að skoða það vel hvað afleiðingar það hefði en þegar ég gagnrýni samninginn er ég ekki að vísa í það heldur þætti á borð við þá að mér þykir vanta skýrari markmið varðandi samninginn, meðal annars þegar kemur að gæðamálum og umhverfisvernd. Við erum með mjög heilnæma og góðan landbúnað og höfum til dæmis sérstöðu varðandi notkun sýklalyfja en ég vil sjá enn metnaðarfyllri markmið í þessa átt,“ segir Guðlaugur.Sér ekki hverju það eigi að skila að hverfa frá framleiðslustýringu Þá kveðst hann hafa áhyggjur af því að verið sé að eiga við kerfi sem skilað hefur mikilli hagræðingu og vísar í framleiðslustýringu undanfarinna ára. „Menn eru að opna á það að hverfa frá framleiðslustýringu og mér finnst menn vera að taka ákveðna áhættu þar sem ég sé ekki alveg hverju á að skila. Þessi framleiðslustýring hefur skilað því að við höfum farið úr 1600 mjólkurbúum í 700 mjólkurbú og ég tel mikilvægt að kerfið ýti undir hagræðingu .“ Guðlaugur segist þó þeirrar skoðunar að búvörusamningar séu úreltir og gamaldags. „Ég held að flestir sem að nálgist þetta komist að þeirri niðurstöðu að það sé sanngjarnt og eðlilegt að þeir séu í svipuðu rekstrarumhverfi eins og aðrir. Þá þarf að útfæra innflutning á landbúnaðarvörum á annan hátt en nú er gert þar sem fyrirkomulagið er gallað og við verðum að finna aðra leið en uppboð á tollfrjálsum vörum.“Nauðsynlegt að klára samkeppnismálin Eitt af því sem einmitt hefur verið gagnrýnt í tengslum við búvörusamningana er einokunarstaða Mjólkursamsölunnar á markaði og undanþága fyrirtækisins frá samkeppnislögum. Guðlaugur segir að nauðsynlegt sé að klára samkeppnismálin þegar kemur að afurðastöðvunum og að stjórnvöld þurfi að vera með skýra sýn hvað það varðar. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn búvörusamningunum í gær en það var Sigríður Á. Andersen. Hún sagði enga tilraun gerða til þess í samningunum að vinda ofan af ríkisreknu landbúnaðarkerfinu en eins og kunnugt er er eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins frelsi á markaði og sem minnst ríkisinngrip. Aðspurður því hvort að óraunhæft sé að ríkið hætti að styðja við landbúnaðinn og dæla jafnmiklum peningum í hann og raun ber vitni segir Guðlaugur: „Fjárlaganefndarhjartað mitt gladdist nú yfir því að þetta er raunlækkun til lengri tíma litið. Við erum að sjá lækkun úr 5,5 prósentum í 1 prósent af vergri landsframleiðslu. Auðvitað er allt hægt en mér finnst allrahanda vegna, neytenda, framleiðenda og aðila á markaði þá ættum við að setja okkur markmið hvað þetta varðar, og úr því að við erum með svipað umhverfi og annars staðar, sem mér finnst ekkert ósanngjöfn krafa, þá þurfum við að skilgreina betur hvers vegna við erum að gera þetta og hverju þetta á að skila.“ Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. Hann tekur þó fram að atvinnuveganefnd hafi unnið mjög vel í því að sníða af helstu vankanta samninganna og nefnir til að mynda lengd þeirra, en taka á samningana til gagngerrar endurskoðunar eftir þrjú ár. Mikilvægt er að mati Guðlaugs að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eiga að skila. Guðlaugur segir ljóst að Íslendingar þurfi að vera með landbúnaðinn í svipuðu umhverfi og í löndunum sem við berum okkur saman við, líkt og aðrar atvinnugreinar, og vísar þá í stuðninginn sem er tvenns konar, annars vegar með beinum styrkjum og hins vegar með tollvernd. „Við erum svona á svipuðum stað eins og ESB og EFTA-löndin þegar þetta er mælt í vergri landsframleiðslu og ef við ætluðum að breyta því þá þyrftum við að skoða það vel hvað afleiðingar það hefði en þegar ég gagnrýni samninginn er ég ekki að vísa í það heldur þætti á borð við þá að mér þykir vanta skýrari markmið varðandi samninginn, meðal annars þegar kemur að gæðamálum og umhverfisvernd. Við erum með mjög heilnæma og góðan landbúnað og höfum til dæmis sérstöðu varðandi notkun sýklalyfja en ég vil sjá enn metnaðarfyllri markmið í þessa átt,“ segir Guðlaugur.Sér ekki hverju það eigi að skila að hverfa frá framleiðslustýringu Þá kveðst hann hafa áhyggjur af því að verið sé að eiga við kerfi sem skilað hefur mikilli hagræðingu og vísar í framleiðslustýringu undanfarinna ára. „Menn eru að opna á það að hverfa frá framleiðslustýringu og mér finnst menn vera að taka ákveðna áhættu þar sem ég sé ekki alveg hverju á að skila. Þessi framleiðslustýring hefur skilað því að við höfum farið úr 1600 mjólkurbúum í 700 mjólkurbú og ég tel mikilvægt að kerfið ýti undir hagræðingu .“ Guðlaugur segist þó þeirrar skoðunar að búvörusamningar séu úreltir og gamaldags. „Ég held að flestir sem að nálgist þetta komist að þeirri niðurstöðu að það sé sanngjarnt og eðlilegt að þeir séu í svipuðu rekstrarumhverfi eins og aðrir. Þá þarf að útfæra innflutning á landbúnaðarvörum á annan hátt en nú er gert þar sem fyrirkomulagið er gallað og við verðum að finna aðra leið en uppboð á tollfrjálsum vörum.“Nauðsynlegt að klára samkeppnismálin Eitt af því sem einmitt hefur verið gagnrýnt í tengslum við búvörusamningana er einokunarstaða Mjólkursamsölunnar á markaði og undanþága fyrirtækisins frá samkeppnislögum. Guðlaugur segir að nauðsynlegt sé að klára samkeppnismálin þegar kemur að afurðastöðvunum og að stjórnvöld þurfi að vera með skýra sýn hvað það varðar. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn búvörusamningunum í gær en það var Sigríður Á. Andersen. Hún sagði enga tilraun gerða til þess í samningunum að vinda ofan af ríkisreknu landbúnaðarkerfinu en eins og kunnugt er er eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins frelsi á markaði og sem minnst ríkisinngrip. Aðspurður því hvort að óraunhæft sé að ríkið hætti að styðja við landbúnaðinn og dæla jafnmiklum peningum í hann og raun ber vitni segir Guðlaugur: „Fjárlaganefndarhjartað mitt gladdist nú yfir því að þetta er raunlækkun til lengri tíma litið. Við erum að sjá lækkun úr 5,5 prósentum í 1 prósent af vergri landsframleiðslu. Auðvitað er allt hægt en mér finnst allrahanda vegna, neytenda, framleiðenda og aðila á markaði þá ættum við að setja okkur markmið hvað þetta varðar, og úr því að við erum með svipað umhverfi og annars staðar, sem mér finnst ekkert ósanngjöfn krafa, þá þurfum við að skilgreina betur hvers vegna við erum að gera þetta og hverju þetta á að skila.“
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33