Hummels fékk þungt högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks í leik liðsins gegn Rostov í Meistaradeildinni. Hann reyndi að halda áfram í seinni hálfleik en fór fljótlega af velli vegna verkja.
Læknar Bayern vildu ekki taka neinar áhættur og tóku hann því af velli. Hann var með smá skurði og sagðist vera í góðu lagi á Twitter eins og sjá má hér að neðan.
Bayern vann auðveldan 5-0 sigur á Rostov í leiknum.
Paar kleine Dellen, aber im Großen & Ganzen heil geblieben
— Mats Hummels (@matshummels) September 14, 2016
Everything okay except for some smaller scratches pic.twitter.com/JDdnvlOFF6