Fótbolti

Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland mátti sætta sig við grátlega niðurstöðu í leiknum gegn Ungverjalandi á EM í Frakklandi í dag. 1-1 jafntefli varð úr eftir að Ungverjar fengu jöfnunarmark í blálok leiksins.

Gylfi Þór Sigurðsson hafði komið Íslandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lok leiksins.

Það voru níu þúsund Íslendingar á vellinum í kvöld og 21 þúsund Ungverjar. Stuðningsmenn beggja liða voru frábærir í kvöld - háværir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á Stade Vélodrome í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

vísir/vilhelm
Vísir/Vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum

Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn.

Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×