Skúli lávarður lágtíðninnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júní 2016 09:45 Skúli staddur í safni Sigurjóns Ólafssonar við móttöku styrksins úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Vísir/Hanna Þetta var góður dagur, hefur Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld örugglega hugsað um fimmtudaginn 16. júní, eftir að hafa hlotið milljón króna styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns, gítarleikara og hlýtt á frumflutning tónverks úr eigin smiðju. Styrkveitingin fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á afmælisdegi Kristjáns sem lést, tæplega þrítugur, árið 2002. Í rökstuðningi sjóðsstjórnar segir meðal annars: „Skúli Sverrisson er einstakur listamaður. Fagmaður og virtúós á sitt hljóðfæri, tónskáld með persónulega nálgun og auðþekkjanlegan skýran tón, hugsjónamaður, brautryðjandi og velgjörðarmaður annars tónlistarfólks.... Skúli er sannkallaður „lávarður lágtíðninnar“.“ Tónverkið Miranda eftir Skúla er nýtt einleiksverk fyrir píanó. Víkingur Heiðar lék það í Norðurljósasal Hörpu á upphafstónleikum Reykjavík Midummer Music. Skúli samdi verkið eftir miklar pælingar um geiminn. „Ég hlustaði meðal annars á upptökur frá plánetum sem búið var að umbreyta svo mannseyrað gæti greint þau og hreifst ég þar sérstaklega af hljóðunum frá Miröndu, sem er minnsta tungl Úranusar,“ er haft eftir honum um verkið. Menning Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta var góður dagur, hefur Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld örugglega hugsað um fimmtudaginn 16. júní, eftir að hafa hlotið milljón króna styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns, gítarleikara og hlýtt á frumflutning tónverks úr eigin smiðju. Styrkveitingin fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á afmælisdegi Kristjáns sem lést, tæplega þrítugur, árið 2002. Í rökstuðningi sjóðsstjórnar segir meðal annars: „Skúli Sverrisson er einstakur listamaður. Fagmaður og virtúós á sitt hljóðfæri, tónskáld með persónulega nálgun og auðþekkjanlegan skýran tón, hugsjónamaður, brautryðjandi og velgjörðarmaður annars tónlistarfólks.... Skúli er sannkallaður „lávarður lágtíðninnar“.“ Tónverkið Miranda eftir Skúla er nýtt einleiksverk fyrir píanó. Víkingur Heiðar lék það í Norðurljósasal Hörpu á upphafstónleikum Reykjavík Midummer Music. Skúli samdi verkið eftir miklar pælingar um geiminn. „Ég hlustaði meðal annars á upptökur frá plánetum sem búið var að umbreyta svo mannseyrað gæti greint þau og hreifst ég þar sérstaklega af hljóðunum frá Miröndu, sem er minnsta tungl Úranusar,“ er haft eftir honum um verkið.
Menning Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira