Fótbolti

Birkir Már: Eins og að spila á Íslandi

Arnar Björnsson skrifar
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, segir að Ísland hafi dottið of mikið niður eftir að hafa fengið jöfnunarmarkið á sig gegn Úkraínu í kvöld.

„Þetta var sanngjarnt jafntefli miðað við hvernig leikurinn þróaðist fannst mér," sagðir Birkir Már við íþróttadeild 365 í leikslok.

„Mér fannst við betri í fyrri hálfleik og þeir skoruðu gegn gangi leiksins eftir að við misnotuðum einhver færi."

„Í síðari hálfleik tóku þeir dálítið yfir; voru mikið meira með boltann án þess að skapa sér eitthvað mikið þannig að jafntefli voru kannski sanngjörn úrslit."

„Það er alltaf erfitt að spila á móti svona leikmönnum, en mér fannst mér ganga vel," sagði Birkir aðspurður um baráttu sína við Yevhen Konoplyanka leikmann Schalke í Þýskalandi.

„Við hefðum getað sett fleiri mörk, en náðum því ekki. Eftir að þeir jafna fer vindurinn úr þessu hjá okkur, því miður, en við ætluðum að halda áfram að gera það sem við gerðum í fyrri hálfleik. Það tókst ekki."

Fór ónotatilfinning um Birki þegar Úkraína fékk vítaspyrn þegar lítið var eftir af leiknum?

„Nei, ég hafði góða tilfinningu að Hannes myndi taka þetta. Þó hann hafði ekki varið þá setti hann boltann framhjá, en þó þeir hefðu skorað þá hefðum við bara haldið áfram og jafnað."

Leikið var fyrir luktum dyrum í kvöld í Kænugarði, en hvernig fannst Birki það?

„Þetta var dálítið eins og að spila á Íslandi," sagði Birkir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×