Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt mark fyrir Horsens í dönsku B-deildinni þegar liðið vann 3-2 sigur á Skive í dag.
Kjartan skoraði fyrsta mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins og var staðan 1-0 fyrir Horsens í hálfleik.
Mikael Uhre jafnaði metin fyrir Skive á 60. mínútu en heimamenn í Horsens komust aftur yfir á 78. mínútu með marki frá Mathias Nielsen.
Andreas Albech jafnaði síðan metin á 83. mínútu fyrir Skive og var allt útlit fyrir það að leikurinn færi jafnt. Á 90. mínútu leiksins tryggði Bubacarr Sanneh Horsens sigurinn með fínu marki.
Horsens er í öðru sæti deildarinnar með 57 stig, þremur stigum á eftir Lyngby sem er í toppsætinu.
