Erlent

Fjallar um fáránleika forvalsins

Samúel Karl Ólason skrifar
John Oliver fjallaði í gær um forval Demókrata og Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hann dró þó nokkra galla við forvalið fram í dagsljósið og benti á að fjölmargir kjósendur hafa velt upp spurningunni hvort og hvernig atkvæði þeirra skili sér í kjörfulltrúum.

Sem dæmi nefnir Oliver að í einu ríki er kosið um kjörfulltrúa sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við frambjóðenda. Það er að segja að kjósendur hafa ekki hugmynd um hvaða forsetaframbjóðanda þeir eru að kjósa.

Til að laga þetta gallaða kerfi stakk Oliver upp á því að allir myndu senda framkvæmdastjórum Demókrata og Repúblikana tölvupósta þann 2. febrúar á næsta ári. 

Hægt er að horfa á þáttinn með íslenskum texta annað kvöld á Stöð 2, klukkan 22:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×