„Svínið af Marseille“ ætlar að ráðast á saklausa múslima með Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 12:45 James Shayler. vísir/afp James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira