Van Gaal njósnaði um leikmenn United sem voru stundum nálægt uppreisn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 08:15 Louis van Gaal er að öllum líkindum á útleið og leikmennirnir verða víst fegnir. vísir/getty Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér. Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08
Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45
Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02
Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01