Erlent

360 gráðu myndband úr Alþjóðageimstöðinni sýnir Jörðina í nýju ljósi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Heimili okkar allra.
Heimili okkar allra. Vísir
Geimfararnir um borð í Alþjóðageimstöðinni eru duglegir að senda myndir og myndskeið niður til okkar hinna sem eru enn með fæturnar á Jörðinni. Nýjasta myndbandið frá geimfaranum Andrey Borisenko er einfaldlega magnað.

Myndbandið er svokallað 360 gráðu myndband tekið upp með sérstakri myndavél og hægt er að skoða öll möguleg sjónarhorn. Í upphafi myndbandsins sést Jörðin líða hjá og er hægt er að færa sjónarhornið upp, niður, til hægri og til vinstri.

Borisenko fer því næst með áhorfendur í ferðalag um geimstöðina og sýnir að lokum sérsakt útsýnishólf Alþjóðageimstöðvarinnar. Sjón er sögu ríkari en sjá má myndbandið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Eldingar úr geimnum - Myndband

Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×