Erlent

Á þriðja tug látnir í Líbíu í kjölfar deilna um apa

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil spenna hefur verið í samskiptum hópanna Awlad Suleiman og Guedadfa á svæðinu.
Mikil spenna hefur verið í samskiptum hópanna Awlad Suleiman og Guedadfa á svæðinu. Vísir/AFP
Að minnsta kosti tuttugu eru látnir í átökum í bænum Sabha í suðurhluta Líbíu í kjölfar atviks þar sem api réðst á unga stúlku.

Meðlimir fjölskyldu stúlkunnar réðust upphaflega á þá sem áttu apann með þeim afleiðingum að þrír ungir menn féllu, auk apans.

Næstu daga blossuðu svo upp bardagar milli hópanna Awlad Suleiman og Guedadfa á svæðinu. Í frétt BBC segir að líklegt sé að fleiri hafi látist í átökunum, þar sem fjöldi látinna nær einungis til liðsmanna Awlad Suleiman hópsins.

Skriðdrekar, eldflaugar og fleiri þungavopn hafa verið notuð í átökum hópanna þar sem tugir hafa særst.

Svo virðist sem að apinn hafi rifið höfuðklút af stúlkunni, klórað hana og bitið. Mikil spenna hefur verið í samskiptum hópanna á síðustu árum og virðist sem að atvikið hafi verið kornið sem fyllti mælinn og leysti átökin úr læðingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×