Erlent

Fuglaflensa greinist í alifuglum í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Sænsk yfirvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig í kjölfar fréttanna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sænsk yfirvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig í kjölfar fréttanna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Matvælastofnun Danmerkur hefur staðfest að tilfelli fuglaflensu H5N8 hafi greinst í alifuglum í landinu.

Í frétt DR segir að um þrjátíu endur hafi greinst með H5N8 í Skibstrup á Norður-Sjálandi, en um er að ræða sömu sýkingu og hefur greinst í villtum fuglum í Danmörku síðustu daga.

Stig Mellergaard, talsmaður Matvælastofnunar Danmerkur, segir að sú staðreynd að fuglaflensa hafi nú greinst í alifuglum kunni að hafa mikil áhrif á útflutning á dönsku alifuglakjöti.

Sænsk yfirvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig í kjölfar fréttanna, en fuglaflensa hefur komið upp í fjölda Evrópuríkja á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×