Lífið

Nýtt kjólamál klýfur internetið: Hvernig eru þessir sandalar á litinn?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gylltir og hvítir? Svartir og bláir?
Gylltir og hvítir? Svartir og bláir? Vísir
Hver getur gleymt kjólnum víðfræga sem setti heilu þjóðfélögin á hliðina fyrir um ári síðan þegar fólk gat ekki verið sammála um hvernig hann væri á litinn?

Sumir sögðu hann vera gylltan og hvítan, aðrir ssögðu hann bláan og svartur og enn aðrir sögðu hann ljósblán og gylltan.

Það er kominn nýr kjóll og í þetta sinn eru það sandalar sem eru að kljúfa internetið. Fólk einfaldlega getur ekki verið sammála um hvernig sandalarnir eru á litinn. Óformleg könnun innan fréttastofu 365, þvert á miðla, sýnir hreint og beint jafntefli, fjórir segja gylltir og hvítir, fjórir segja svartir og bláir.

Láttu okkur vita hvaða liti þú sérð með því að svara hér fyrir neðan. Hér má einnig lesa útskýringu á því af hverju fólk sér mismunandi liti þegar það lítur á kjólinn eða sandalana.


Tengdar fréttir

Kjóllinn er svartur og blár... eða hvað?

Söguna af umdeildasta kjól ársins má rekja til myndar sem mamma sendi dóttur sinni til að sýna henni kjólinn sem hún ætlaði að vera í við brúðkaup dótturinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×