Erlent

Send heim og svalt til bana

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá Osló.
Frá Osló. vísir/afp
Norska lögreglan hefur sektað borgaryfirvöld í Ósló um 2 milljónir norskra króna, eða um 26 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa ekki kortlagt þörf konu fyrir heimahjúkrun eftir að hún var send heim af sjúkrastofnun. Konan svalt til bana og fannst ekki fyrr en 16 dögum eftir að hún lést.

Konan var flutt heim af sjúkrastofnuninni í janúar 2015. Hún fannst látin á heimili sínu haustið 2015 og var dánarorsökin vannæring.

Borgaryfirvöld eiga nú í viðræðum við lögregluna um upphæð sektarinnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×