Erlent

Efnahagsmálaráðherra Frakklands segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. Vísir/AFP
Emmanuel Macron, efnahagsmálaráðherra Frakklands, hefur greint ríkisstjórn landsins frá að hann muni segja af sér embætti síðar í dag.

Í frétt SVT kemur fram að afsögn Macron gefi sögusögnum um að hann hyggist bjóða sig fram til forseta á næsta ári byr undir báða vængi.

Hinn 38 ára Macron var skipaður efnahagsmálaráðherra Frakklands árið 2014, en hann var áður yfirmaður á skrifstofu Frakklandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×