Enski boltinn

Jón Daði lagði upp mark í bikarsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði í búningi Wolves.
Jón Daði í búningi Wolves. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson lagði upp sigurmark Wolves í 2-1 sigri á Crawley Town í deildarbikarnum í kvöld.

Joe Mason kom Wolves yfir á sjöundu mínútu, en Enzio Boldewijn jafnaði metin einungis sex mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik.

Í hálfleik var Jóni Daða og Helder Costa skipt inná, en Jón Daði lagði svo upp sigurmarkið á 76. mínútu þegar hann skallaði boltann á Conor Coady sem skoraði.

Lokatölur 2-1 og Jón Daði og félagar komnir áfram í næstu umferð.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bristol vann 1-0 útisigur á Wycombe Wanderers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×