Erlent

Schlitterbahn-slysið: Drengurinn lést af áverkum á hálsi

Birta Svavarsdóttir skrifar
Verrückt rennibrautin er yfir fimmtíu metrar á hæð.
Verrückt rennibrautin er yfir fimmtíu metrar á hæð. flickr/adele chen
Línur eru teknar að skýrast í máli tíu ára drengs sem lést í hæstu vatnsrennibraut í heimi nú á sunnudaginn. Fjallað var um slysið í gær, sem átti sér stað í leiktækinu „Verrückt“ í Schlitterbahn-garðinum í Kansas í Bandaríkjunum. Garðurinn í Kansas er einn fimm garða sem Schlitterbahn-keðjan rekur í Bandaríkjunum. Honum hefur verið lokað á meðan lögreglan rannsakar málið.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu lést hinn tíu ára gamli Caleb Thomas Schwab af áverkum á hálsi, en háls- og höfuðáverkar eru algengustu tegundir meiðsla sem börn verða fyrir í leiktækjum skemmtigarða. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af Barnaspítalanum í Columbus, Ohio árið 2013.

Drengurinn var í tækinu með tveimur fullorðnum konum, en þær hlutu báðar minniháttar áverka á andliti. Óvíst er hvort þau hafi náð að uppfylla þau þyngdarskilyrði sem gerð eru til farþega rennibrautarinnar, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins verður samanlögð þyngd farþega að vera á milli 180 og 230 kíló. Einnig hafa sjónarvottar sagt að belti tækisins hafi ekki verið í lagi daginn sem slysið átti sér stað. Lögreglan í Kansas hefur neitað að tjá sig frekar um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×