Enski boltinn

Koscielny við það að framlengja við Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Koscielny reynir að stöðva Kane.
Koscielny reynir að stöðva Kane. vísir/getty
Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal, er við það að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Þessi 31 árs miðvörður gekk til liðs við Arsenal árið 2010 frá Loreint og er í dag einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins. Leikmaðurinn mun líklega skrifa undir nýjan samning á næstunni og verður hann til ársins 2017, en þetta kemur fram í L'Equipe.

Hann mun hækka töluvert í launum og vera með örlítið lægri laun en Alexis Sanchez og Mesut Özil, sem eru launahæstu leikmenn liðsins í dag.

Ef hann klárar þann samning verður hann sá Frakki sem hefur leikið lengst með Arsenal í sögunni og fer hann þá framúr Patrick Viera  og Thierry Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×