Enski boltinn

Costa skaut Chelsea í toppsætið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Barragan reynir að stöðva Hazard í leiknum í dag.
Barragan reynir að stöðva Hazard í leiknum í dag. vísir/getty
Diego Costa skoraði eina mark Chelsea í 1-0 sigri á Middlesbrough á Riverside-vellinum í leik dagsins í enska boltanum.

Með sigrinum lyftir Chelsea sér upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar upp fyrir Liverpool eftir jafntefli þeirra í gær.

Costa skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Féll boltinn fyrir fætur hans og skoraði hann af stuttu færi.

Pedro var nálægt því að bæta við marki fyrir Chelsea eftir undirbúning Costa en skot hans hafnaði í slánni.

Lauk leiknum með 1-0 sigri Chelsea en þetta var sjötti sigur liðsins í röð sem og sjötti leikurinn í röð sem Chelsea heldur hreinu í.

Costa nældi sér í gult spjald undir lok leiksins en það þýðir að hann verður í banni í nágrannaslagnum gegn Tottenham um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×