Fótbolti

Viðar: Skipti öllu máli að hafa pabba í stúkunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Viðar Örn fagnar marki í leik með Maccabi í haust.
Viðar Örn fagnar marki í leik með Maccabi í haust. mynd/maccabi
„Það er rétt, pabbi minn lenti í Ísrael áðan og var í stúkunni á leiknum. Ég held að það hafi hjálpað mér aðeins að sjá hann áðan,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv og íslenska landsliðsins, aðspurður af sjónvarpsstöð ísraelska landsliðsins um hvaða áhrif það hefði haft að sjá faðir hans í stúkunni í leik kvöldsins.

Viðar skoraði bæði mörk Maccabi Tel Aviv í leiknum í kvöld, það síðara á 94. mínútu en faðir hans, Kjartan Björnsson, spáði því að Viðar myndi skora tvö mörk.

„Hann veit allt saman þessi maður. Ótrúlegur maður,“ sagði Viðar léttur en Viðar ræddi einnig áhrif þess að skora loksins eftir tveggja mánaða markaþurrð.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Viðar Örn hetja Maccabi á útivelli

Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk Maccabi Tel Aviv í 2-1 sigri á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en sigurmark Viðars kom á 94. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×