Enski boltinn

Rooney finnst fjölmiðlaumfjöllunin ósanngjörn: Er ekki hættur með landsliðinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rooney í leiknum gegn Skotlandi.
Rooney í leiknum gegn Skotlandi. Vísir/Getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, er ósáttur með þá umfjöllun sem hann hefur fengið í enskum fjölmiðlum undanfarna daga.

Breska blaðið The Sun birti myndir af Rooney í vafasömu ástandi þar sem hann var sakaður um að hafa setið að drykkju langt fram eftir nóttu eftir sigur Englands á Skotlandi.

Vakti málið mikla athygli í Englandi að fyrirliði landsliðsins skyldi hafa brugðist þjóð sinni svona en hann baðst sjálfur afsökunar á málinu eftir æfingarleik Englands á þriðjudaginn.

Barst Rooney hjálparhönd frá erkifjendunum í Liverpool þar sem Jurgen Klopp benti á að árum áður voru flestir bestu leikmenn heimsins keðjureykingarmenn og hafi drukkið eins og djöflar.

Þrátt fyrir það hafa enskir fjölmiðlar slegið því upp að Gareth Southgate, bráðabirgðarþjálfari enska landsliðsins, gæti svipt Rooney fyrirliðabandinu hjá Englandi eftir að hafa óhlýðnast Southgate.

„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með fjölmiðlaumfjölluninni um þetta, fjölmiðlar virðist vera ákveðnir í að skrifa minningargrein um þátttöku mína í landsliðinu eins og ég sé hættur en ég er ekki hættur,“ sagði Rooney og bætti við:

„Ég elska að spila fyrir England og ég er stoltur af því sem ég hef afrekað fyrir landsliðið en ég er ekki hættur með landsliðinu.“


Tengdar fréttir

Rooney segir sorrí

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, hefur beðist afsökunar á myndinni sem birtist af honum á forsíðu The Sun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×