Erlent

Ernir og drónar berjast í háloftunum yfir Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Í háloftunum yfir vesturhluta Ástralíu standa ernir í harðri baráttu við dróna. Á undanförnum mánuðum hafa minnst níu drónar gullnámufyrirtækis verið slegnir niður til jarðar og eyðilagðir af örnum.

Fyrirtækið St Ives notast við dróna til að finna nýjar gullæðar og skipuleggja gamlar námur en fyrirtækið er sjöunda stærsta gullnámufyrirtæki heimsins. Rick Steven, landmælingamaður fyrirtækisins, segir ernina vera náttúrulega óvini dróna.

Frægt var þegar örn fargaði dróna í Ástralíu í fyrra, en atvikið náðist á myndavél drónans.

Steven segir að hann hafi reynt margt til að stöðva árásir arnanna. Þar á meðal hefur hann reynt að lita þá í mismunandi litum og að dulbúa þá sem erni. Það hafi samt ekki gengið. Enn sem komið er hafa ernirnir eyðilagt níu dróna og er kostnaðurinn um 100 þúsund dalir, sem samsvarar tæpuum 8,5 milljónum króna.

Þess í stað hefur Steven brugðið á það ráð að fljúga drónum sínum eingöngu snemma á morgnanna. Hann veit að ernirnir nýta sér uppstreymi mikið þegar þeir eru að fljúga en á morgnanna er það ekki til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×