Enski boltinn

Átta sigrar í röð hjá Newcastle

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gayle fagnar fyrra marki sínu í leiknum.
Gayle fagnar fyrra marki sínu í leiknum. Vísir/Getty
Newcastle er komið með gott forskot á önnur lið í ensku Championship-deildinni eftir 2-0 sigur á Leeds í dag.

Þessi sögufrægu félög mættust á Elland Road en eftir jafntefli Brighton í gær gat Newcastle náð góðu forskoti á toppi deildarinnar.

Dwight Gayle kom Newcastle yfir á 23. mínútu eftir skelfileg mistök Rob Green í marki Leeds en hann þurfti aðeins að ýta boltanum yfir línuna af stuttu færi.

Gayle var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stýrði fyrirgjöf Vurnon Anita í tómt netið af stuttu færi.

Var þetta áttundi sigur Newcastle í röð sem er með fimm stiga forskot á Brighton í öðru sæti og níu stiga forskot á Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×