Fimm þúsund barna á flótta er saknað Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Flóttakonur komnar til Serbíu eftir að hafa gengið yfir landamærin frá Makedóníu. Þúsundir flóttamanna fara þarna um daglega. Nordicphotos/AFP Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent