Fimm þúsund barna á flótta er saknað Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Flóttakonur komnar til Serbíu eftir að hafa gengið yfir landamærin frá Makedóníu. Þúsundir flóttamanna fara þarna um daglega. Nordicphotos/AFP Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira