Lúxusvandamál Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Íslandsbanki hefur bæst við efnahagsreikning ríkisins með ca. 1.000 starfsmenn. Fyrir á þjóðin Landsbankann með sínum ca. 1.000 starfsmönnum. Ekki virðast starfsmenn okkar hjá Landsbankanum hafa passað upp á verðmætin okkar nógu vel, og kom það best í ljós í einkasölunni á hlutafénu í Borgun. En hvað er til ráða? Við vitum af fyrri reynslu að ríkisrekstur á fjármálafyrirtækjum hefur tilhneigingu til spillingar. Og ekki viljum við að núverandi stjórnvöld skipti bönkunum á milli sinna flokksgæðinga, með hinni frægu helmingaskiptareglu, því þá er voðinn vís. Ég vil meina, að erfitt sé að lifa af á Íslandi fyrir smáfyrirtæki í frjálsri samkeppni ef tvær eða þrjár grúppur ráða á bankamarkaði. Þess vegna verðum við að fara öðruvísi að í þetta sinn.Dreifðasta eignarhald í heimi Ein einföld aðferð gæti verið sú að dreifa öllum hlutabréfum sem ríkið á í bönkunum endurgjaldslaust, á tilgreindu tímabili til hvers og eins núlifandi Íslendings, ca. 330.000 bréf í hvorum banka, skrá bankana svo í kauphöllina og láta markaðinn sjá um rest. Þetta ferli væri hægt að gera á 5 til 10 árum, dreifa 5% til 20% af hlutabréfum í bönkunum á hverju ári. Af hverju er þetta sanngjarnt? Vegna þess að fólkið í landinu á bankana hvort sem er í gegnum ríkið og ber ábyrgð á endanum á öllum innlánum bankanna. Vonandi yrði þá stjórnað lýðræðislega með gegnsæi að leiðarljósi og af hverju ættu eigendurnir ekki að njóta ávaxtanna? Tvo varnagla myndi ég þó að setja og annar er sá að enginn einn aðili gæti átt meira en 5% og hinn er að við þyrftum að aðskilja fjárfestingabankaþjónustu frá almennum bankarekstri. Ríkið tæki svo sitt í gegnum skattheimtu á söluhagnað hlutabréfa. Við fáum víst ekki oft tækifæri til þess að leysa úr svona lúxusvandamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur bæst við efnahagsreikning ríkisins með ca. 1.000 starfsmenn. Fyrir á þjóðin Landsbankann með sínum ca. 1.000 starfsmönnum. Ekki virðast starfsmenn okkar hjá Landsbankanum hafa passað upp á verðmætin okkar nógu vel, og kom það best í ljós í einkasölunni á hlutafénu í Borgun. En hvað er til ráða? Við vitum af fyrri reynslu að ríkisrekstur á fjármálafyrirtækjum hefur tilhneigingu til spillingar. Og ekki viljum við að núverandi stjórnvöld skipti bönkunum á milli sinna flokksgæðinga, með hinni frægu helmingaskiptareglu, því þá er voðinn vís. Ég vil meina, að erfitt sé að lifa af á Íslandi fyrir smáfyrirtæki í frjálsri samkeppni ef tvær eða þrjár grúppur ráða á bankamarkaði. Þess vegna verðum við að fara öðruvísi að í þetta sinn.Dreifðasta eignarhald í heimi Ein einföld aðferð gæti verið sú að dreifa öllum hlutabréfum sem ríkið á í bönkunum endurgjaldslaust, á tilgreindu tímabili til hvers og eins núlifandi Íslendings, ca. 330.000 bréf í hvorum banka, skrá bankana svo í kauphöllina og láta markaðinn sjá um rest. Þetta ferli væri hægt að gera á 5 til 10 árum, dreifa 5% til 20% af hlutabréfum í bönkunum á hverju ári. Af hverju er þetta sanngjarnt? Vegna þess að fólkið í landinu á bankana hvort sem er í gegnum ríkið og ber ábyrgð á endanum á öllum innlánum bankanna. Vonandi yrði þá stjórnað lýðræðislega með gegnsæi að leiðarljósi og af hverju ættu eigendurnir ekki að njóta ávaxtanna? Tvo varnagla myndi ég þó að setja og annar er sá að enginn einn aðili gæti átt meira en 5% og hinn er að við þyrftum að aðskilja fjárfestingabankaþjónustu frá almennum bankarekstri. Ríkið tæki svo sitt í gegnum skattheimtu á söluhagnað hlutabréfa. Við fáum víst ekki oft tækifæri til þess að leysa úr svona lúxusvandamáli.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar