Enski boltinn

Mourinho hundóánægður með dómgæsluna: Áttum að fá tvö víti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho var ósáttur með dómgæsluna í 1-2 tapi Manchester United gegn nágrönnunum í Manchester City í dag en hann segir að dómari leiksins hafi rænt lærisveina hans tveimur vítaspyrnum.

Þetta var fyrsta tap Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United en þeir rauðklæddu voru skrefinu á eftir á og voru verðskuldað undir í hálfleik.

Í seinni hálfleik reyndu heimamenn að færa sig framar á völlinn og beindust spjótin að Mark Clattenburg í tvígang.

„Hann gerði tvö stór mistök í leiknum. Bravo átti að fá dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald fyrir tæklinguna á Rooney. Ef Rooney eða Fellaini hefði gert þetta á miðjum vellinum hefðu þeir verið sendir í sturtu,“ sagði Mourinho og hélt áfram:

„Þetta væri alltaf dæmt sem brot út á velli en það er erfiðara að dæma inn í vítateignum. Svo fer boltinn greinilega í höndina á Otamendi í vítateignum þeirra en hann dæmir ekkert, aftur.“

Sjá einnig:Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum

Mourinho fór þó ekkert í felur með að hann væri óánægður með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik.

„Ég er afar óánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik, það voru fimm leikmenn sem léku undir getu og þeir vita af því sjálfir. Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik og gáfum þeim forskotið.“


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum

Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×