Bíó og sjónvarp

Bræðurnir úr Hrútum valdir bestu erlendu leikararnir í Palm Springs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Theódór Júlíusson, Grímur Hákonarson og Sigurður Sigurjónsson á rauða dreglinum í Cannes er myndin var frumsýnd.
Theódór Júlíusson, Grímur Hákonarson og Sigurður Sigurjónsson á rauða dreglinum í Cannes er myndin var frumsýnd. vísir/getty
Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson hlutu í kvöld verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Palm Springs í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunin hlutu þeir fyrir besta leik í erlendri kvikmynd.

Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að verðlaunin falli þeim í skaut fyrir „vegna myrks kómísks mikilvægis og tilfinningar fyrir sameiginlegri fortíð sem knúði frammistöðu þeirra, ásamt hinni tignarlegu leið sem þeir leiddu persónur sínar frá fjandskap að því að verða háðir hvor öðrum.“

Hrútar voru frumsýndir á kvikmyndahátíðinni í Cannes en þar vann myndin til Un Certain Regard verðalauna. Síðan þá hefur myndin sópað til sín verðlaunum um víða veröld en verðlaunin í kvöld eru þau 23. í röðinni.

Meðal verðlauna sem myndin hefur hlotið má nefna þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Semana í Valladolid, tvenn verðlaun í Minsk í Hvíta-Rússlandi auk fjölda annarra. Myndin var framlag Íslands til óskarsins þetta árið en hlaut ekki tilnefningu.


Tengdar fréttir

Fá Hrútar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin?

Í kvöld verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Berlín. Verðlaunin eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. Kvikmyndin Hrútar er meðal þeirra sex mynda sem tilnefndar eru sem kvikmynd ársins.

Hrútar unnu til þrennra verðlauna um helgina

Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson heldur áfram að vinna til verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Myndin vann til tvennra verðlauna í Minsk í Hvíta Rússlandi á föstudagskvöldið og var auk þess valin besta myndin í Þessalóníku í Grikklandi á laugardagskvöldið. Það er elsta og virtasta kvikmyndahátíðin á Balkanskaga.

Kvikmyndin Hrútar halar inn verðlaunum

Hrútar hafa sópað að sér verðlaunum á árinu. Myndin er tilnefnd sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem verða afhent í Berlín um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.