Merkel vill allt upp á borðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. janúar 2016 07:00 „Sýnið okkur virðingu! Við erum ekki sjálfgefin bráð, jafnvel þótt við séum naktar,“ stendur á þessu skilti sem gjörningalistakonan Milo Moire hélt á í gær við dómkirkjuna í Köln. Nordicphotos/AFP Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Átján hælisleitendur eru meðal þeirra rúmlega 30 manna, sem handteknir hafa verið í Köln vegna líkamsárása, þjófnaðar og kynferðisbrota gegn tugum kvenna á gamlárskvöld. Flestir eru þeir, samkvæmt upplýsingum þýska dagblaðsins Welt am Sonntag, Sýrlendingar sem komið hafa á síðustu mánuðum til Þýskalands. Málið hefur vakið mikið uppnám í Þýskalandi og magnað upp raddir sem vara við flóttafólki almennt. Þýski íhaldsflokkurinn, CDU, hyggst í kjölfarið leggja til lagabreytingar sem miða að því að herða reglur um flóttafólk, þannig að enginn sem dæmdur verður til skilorðslausrar fangelsisvistar geti fengið hæli eða stöðu flóttamanns í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari, leiðtogi CDU, segir einnig nauðsynlegt að hraða brottflutningi þeirra útlendinga, sem komið hafa til landsins en fá ekki samþykkt hæli þar. Hún hvetur einnig til þess að atburðirnir í Köln verði rannsakaðir í þaula svo hægt verði að átta sig á því nákvæmlega hvað gerðist. „Sú tilfinning – kvenna í þessu tilviki – að vera algerlega varnarlaus er líka fyrir mig sjálfa óþolandi,“ sagði hún. „Þess vegna er mikilvægt að allt sem þar gerðist komi upp á borðið.“ Hátt í 200 kærur hafa nú borist til lögreglunnar í Köln vegna árásanna á gamlárskvöld. Konur urðu fyrir því að hópar ungra manna króuðu þær af, káfuðu gróflega á þeim og stálu af þeim verðmætum, svo sem farsímum. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa ekki verið undir þetta búin. Þótt um 70 lögreglumenn hafi verið á vakt við lestarstöðina í miðbæ Kölnar, þá réðu þeir ekki við aðstæðurnar. Samt sem áður voru nærri hundrað manns stöðvaðir af lögreglu þetta kvöld vegna gruns um árásir á konur. Í gær ákvað svo Ralf Jäger, innanríkisráðherra í landstjórninni í Nordrhein-Westfalen, að víkja Wolfgang Albers, lögreglustjóra Kölnar, úr embætti um óákveðinn tíma. Jäger sagði þetta nauðsynlegt til að endurheimta trú almennings á lögreglunni og jafnframt til að gera lögregluna í Köln starfhæfa á ný.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira