Viðskipti innlent

Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslendingar geta nú nýtt sér þjónustu Netflix.
Íslendingar geta nú nýtt sér þjónustu Netflix. vísir/getty
Streymiþjónusta Netflix er aðgengileg Íslendingum frá og með deginum í dag. Fyrirtækið bætti í dag við 130 löndum þar sem þjónusta fyrirtækisins er í boði. Hlutabréf í fyrirtækinu ruku upp í kjölfar fréttanna.

Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. Sú dýrasta kostar hins vegar tólf evrur eða rúmlega 1.700 krónur. Að auki er boðið upp á fyrsta mánuðinn frían.

Fyrir tæpu ári síðan greindi Fréttablaðið frá því að viðræður Sam-félagsins og Netflix væru á lokametrunum. Við það tækifæri sagði Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda fyrirtækisins, að fyrirtækið væri spennt fyrir Íslandi og stutt væri í samkomulag.

Á korti yfir þau lönd þar sem Netflix er í boði er Ísland ekki merkt inn. Fyrirtækið tók hins vegar öll tvímæli af um málið á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×