Fótbolti

Emil og félagar áttunda fórnarlamb Juventus í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson í leiknum í dag.
Emil Hallfreðsson í leiknum í dag. Vísir/Getty
Juventus byrjaði nýja árið eins og liðið endaði það síðasta þegar ítölsku meistararnir unnu 3-0 heimasigur á Hellas Verona.

Þetta var áttundi deildarsigur Juventus í röð og liðið komst með honum upp fyrir Internazionale á markatölu en Inter-menn eiga þó leik inni seinna í dag.

Eftir slaka byrjun á tímabilinu er Juventus-liðið komið á mikið skrið og margt bendir til þess að fá ítölsk lið geti stöðvað lærisveina Massimiliano Allegri í seinni hluta tímabilsins.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona liðsins og spilaði fyrst 82 mínútur leiksins og fékk meðal annars gult spjald á 48. mínútu.

Paulo Dybala, Leonardo Bonucci og Simone Zaza skoruðu mörk Juventus í leiknum en liðið hefur skorað 3 mörk eða fleiri í fjórum af fimm síðustu leikjum sínum.

Paulo Dybala skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og lagði síðan upp annað markið fyrir Leonardo Bonucci á lokamínútu fyrri hálfleiks. Paulo Dybala hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm önnur á þessari leiktíð.

Simone Zaza skoraði þriðja markið eftir undirbúning Paul Pogba og skömmu eftir að Emil Hallfreðsson var tekinn af velli.

Luigi Delneri tók við liði Hellas Verona í byrjun desember og liðið hefur enn ekki náð að vinna undir hans stjórn. Tvö stig í fjórum leikjum þýða að liðið situr áfram í neðsta sæti ítölsku deildarinnar.

Roma komst í 2-0 og 3-2 á móti Chievo en varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Simone Pepe skoraði jöfnunarmark Chievo fjórum mínútum fyrir leikslok.

Fiorentina er áfram á toppnum eftir 3-1 útisigur á Palermo en mörk liðsins skoruðu þeir Josip Ilicic (2 mörk) og Jakub Blaszczykowski. Fiorentina hefur tveimur stigum meira en Juventus og Inter.slitin úr leikjum í ítölsku deildinni í dag:

Udinese - Atalanta 2-1

Chievo - Roma 3-3

Juventus - Hellas Verona 3-0

Lazio - Carpi 0-0

Milan - Bologna 0-1

Palermo - Fiorentina 1-3

Sassuolo - Frosinone 2-2

Paulo Dybala fagnar marki sínu í dag.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×