Íranir senda Sádum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 23:45 Hassan Rouhani, forseti Íran. Frá mótmælum í Íran vegna aftöku Al-Nimr. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira