Obama herðir eftirlit með skotvopnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2016 07:00 Barack Obama kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP „Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
„Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent