Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 14:00 Stefán Rafn Sigurmannsson ætlar með á EM í Póllandi. vísir/eva björk Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen, er kominn aftur í hóp íslenska landsliðsins eftir að vera ekki valinn í hópinn sem spilaði í Gulldeildinni fyrir áramót. Stefán Rafn var hinn kátasti þegar Vísir spjallaði við hann eftir æfingu strákanna í Laugardalshöllinni í gær en undirbúningur liðsins fyrir EM í Póllandi sem hefst annan föstudag er að ná hámarki. Strákarnir spila vináttuleik á morgun gegn Portúgal í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.30 og er hægt að kaupa miða hér. „Það eru allir frekar spenntir fyrir þessu. Mér sýnist að menn sem hafa verið í meiðslum séu í nokkuð góðu standi og tilbúnir í þetta. Við erum búnir að æfa vel og vera á fullu. Hópurinn hefur held ég aldrei verið jafn flottur,“ segir Stefán Rafn.Stefán Rafn fagnar með íslenska liðinu á HM í Katar fyrir ári.vísir/eva björkÆtla að verða númer eitt Hornamaðurinn hefur nokkuð til síns máls, en í fyrsta sinn í langan tíma getur Aron Kristjánsson valið úr öllum bestu handboltamönnum þjóðarinnar. „Það er skemmtilegt fyrir þjálfarann að tefla fram fullu liði. Við eigum bara að fara inn í þetta mót af fullum krafti því við erum allir mjög góðir. Við eigum bara að gefa allt í þetta. Þetta lítur vel út,“ segir Stefán Rafn. Hann viðurkennir að hann hafði lítinn húmor fyrir því að vera ekki valinn til að spila í Gulldeildinni á móti Frakklandi, Noregi og Danmörku fyrir jól. „Auðvitað er alltaf leiðinlegt að vera ekki í hópnum. Markmið mitt er að vera allt í landsliðshópnum og einhvern tímann að verða fyrsti maður,“ segir hann. „Það var náttúrlega ekki skemmtilegt en ég nýtti tímann vel til að æfa sjálfur. Ég fékk mér góðan þjálfara og æfði vel þessa viku. Ég reyndi að taka reiðina út með meiri æfingum og vera þá enn tilbúnari núna. Samkeppnin er hörð þar sem við erum þrír í þessari stöðu en aðeins tveir fara með.“Stefán Rafn þarf að sitja mikið á bekknum hjá félagsliðinu sínu og landsliðinu.vísir/eva björkÞreytt að vera á bekknum Samkeppnin er svo sannarlega hörð. Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliðinn, er vinstri hornamaður númer eitt og þá hefur Bjarki Már Elísson tekið miklum framförum undanfarin ár. Á sama tíma og Stefán Rafn hefur setið meira og minna á bekknum hjá Löwen undanfarin tvö ár fyrir þýska landsliðsmanninn Uwe Gensheimer er Bjarki Már búinn að verða markahæsti leikmaður þýsku 2. deildarinnar og er nú að spila vel með Füchse Berlín í 1. deildinni. Stefán Rafn er fullur sjálftrausts og hefur engar áhyggjur af uppgangi Bjarka á móti sinni bekkjarsetu. „Mér finnst ég betri en Bjarki þannig ég er ekkert stressaður,“ segir hann en viðurkennir að bekkjarsetan hjá Löwen er ekkert skemmtileg. Hann og Bjarki Már eru reyndar báðir stútfullir af sjálfstrausti og sagði Bjarki Már svipaðan hlut í viðtali við Morgunblaðið í desember: „Ég bara trúi ekki öðru en ég verði í hópnum sem fer á EM. Í ljósi reynslunnar geng ég ekki út frá því en þætti það óréttlátt ef ég yrði ekki með, það er alveg ljóst,“ sagði hann. Nú á bara eftir að koma í ljós hvor þeirra fer með en eitt er ljóst, Stefán Rafn er orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá Löwen. „Auðvitað verður þreytt að vera alltaf á bekknum. Ég verð bara að taka stöðuna núna í janúar og sjá hvað félagið ætlar að gera í sínum málum.“ „Ég á möguleika að skoða eitthvað annað þannig ég ætla að nota þennan tíma með landsliðinu vel og skoða mín mál. Svo tek ég ákvörðun um framhaldið í lok janúar.“Stefán Rafn hefur leyst Uwen Gensheimer af með stæl í undanförnum leikjum.vísir/gettyÍ þessu til að spila Uwen Gensheimer er meiddur þessa dagana og verður t.a.m. ekki með á EM. Stefán Rafn hefur komið sterkur inn í liðið í fjarveru hans. „Auðvitað er leiðinlegt að sitja á bekknum og fá lítið að spila. Uwe er meiddur núna og ég hef spilað síðustu þrjá leiki sem er miklu, miklu skemmtilegra. Maður er í þessu sporti til að spila. Þó það sé ágætt að mæta í vinnuna og fá laun fyrir að gera ekki neitt þá verður það bara hundleiðinlegt,“ segir Stefán Rafn sem gæti haldið áfram hjá Ljónunum. „Ég veit hvað Löwen ætlar að gera í janúar en má því miður ekkert segja. Ég held það séu mjög góðar líkur á því að ég verði áfram,“ segir hann.Stefán Rafn Sigurmannsson.vísir/stefánKæruleysið hjálpar til Þrátt fyrir að spila ekki mikið með Löwen eða landsliðinu kemur Stefán Rafn vanalega alltaf af miklum krafti inn á þegar hann fær tækifærið. Skemmst er að minnast frammistöðu hans í leiknum um fimmta sætið gegn Póllandi á EM 2014 þegar Guðjón Valur skipti sér eiginlega sjálfur út af. Stefán kom þar inn og skoraði þrjú mörk í þremur skotum. Stefán var svo alveg óhræddur við Nicklas Landin, markvörð Kiel og einn besta markvörð heims, í stórleik þýsku 1. deildarinnar á dögunum. Hann óð bara inn úr horninu og þrumaði boltanum yfir höfuðið á Dananum í tvígang. Hver er galdurinn? „Ætli ég sé ekki bara smá kærulaus og skítsama. Það er alveg kúnst að koma inn af bekknum og getur verið leiðinlegt. Aðalatriðið er að vera svolítið kærulaus og pæla ekkert of mikið í þessu,“ segir Stefán Rafn. „Maður þarf líka að stilla spennustigið rétt þegar maður fær loksins tækifæri. Oft vill maður skora 40 mörk þegar maður kemur inn á. Maður verður bara að mæta af krafti inn í leikinn og gera það sem maður kann. Ég næ að hamra boltann vel yfir hausinn á mönnum og því er um að gera að nýta það,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Guðjón Valur: Dagarnir misjafnir eins og hjá öllum öðrum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það séu alltaf forréttindi að fá að spila fyrir hönd Íslands og að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að standast pressuna sem íslenska þjóðin setur á liðið. 3. janúar 2016 19:30 Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen, er kominn aftur í hóp íslenska landsliðsins eftir að vera ekki valinn í hópinn sem spilaði í Gulldeildinni fyrir áramót. Stefán Rafn var hinn kátasti þegar Vísir spjallaði við hann eftir æfingu strákanna í Laugardalshöllinni í gær en undirbúningur liðsins fyrir EM í Póllandi sem hefst annan föstudag er að ná hámarki. Strákarnir spila vináttuleik á morgun gegn Portúgal í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.30 og er hægt að kaupa miða hér. „Það eru allir frekar spenntir fyrir þessu. Mér sýnist að menn sem hafa verið í meiðslum séu í nokkuð góðu standi og tilbúnir í þetta. Við erum búnir að æfa vel og vera á fullu. Hópurinn hefur held ég aldrei verið jafn flottur,“ segir Stefán Rafn.Stefán Rafn fagnar með íslenska liðinu á HM í Katar fyrir ári.vísir/eva björkÆtla að verða númer eitt Hornamaðurinn hefur nokkuð til síns máls, en í fyrsta sinn í langan tíma getur Aron Kristjánsson valið úr öllum bestu handboltamönnum þjóðarinnar. „Það er skemmtilegt fyrir þjálfarann að tefla fram fullu liði. Við eigum bara að fara inn í þetta mót af fullum krafti því við erum allir mjög góðir. Við eigum bara að gefa allt í þetta. Þetta lítur vel út,“ segir Stefán Rafn. Hann viðurkennir að hann hafði lítinn húmor fyrir því að vera ekki valinn til að spila í Gulldeildinni á móti Frakklandi, Noregi og Danmörku fyrir jól. „Auðvitað er alltaf leiðinlegt að vera ekki í hópnum. Markmið mitt er að vera allt í landsliðshópnum og einhvern tímann að verða fyrsti maður,“ segir hann. „Það var náttúrlega ekki skemmtilegt en ég nýtti tímann vel til að æfa sjálfur. Ég fékk mér góðan þjálfara og æfði vel þessa viku. Ég reyndi að taka reiðina út með meiri æfingum og vera þá enn tilbúnari núna. Samkeppnin er hörð þar sem við erum þrír í þessari stöðu en aðeins tveir fara með.“Stefán Rafn þarf að sitja mikið á bekknum hjá félagsliðinu sínu og landsliðinu.vísir/eva björkÞreytt að vera á bekknum Samkeppnin er svo sannarlega hörð. Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliðinn, er vinstri hornamaður númer eitt og þá hefur Bjarki Már Elísson tekið miklum framförum undanfarin ár. Á sama tíma og Stefán Rafn hefur setið meira og minna á bekknum hjá Löwen undanfarin tvö ár fyrir þýska landsliðsmanninn Uwe Gensheimer er Bjarki Már búinn að verða markahæsti leikmaður þýsku 2. deildarinnar og er nú að spila vel með Füchse Berlín í 1. deildinni. Stefán Rafn er fullur sjálftrausts og hefur engar áhyggjur af uppgangi Bjarka á móti sinni bekkjarsetu. „Mér finnst ég betri en Bjarki þannig ég er ekkert stressaður,“ segir hann en viðurkennir að bekkjarsetan hjá Löwen er ekkert skemmtileg. Hann og Bjarki Már eru reyndar báðir stútfullir af sjálfstrausti og sagði Bjarki Már svipaðan hlut í viðtali við Morgunblaðið í desember: „Ég bara trúi ekki öðru en ég verði í hópnum sem fer á EM. Í ljósi reynslunnar geng ég ekki út frá því en þætti það óréttlátt ef ég yrði ekki með, það er alveg ljóst,“ sagði hann. Nú á bara eftir að koma í ljós hvor þeirra fer með en eitt er ljóst, Stefán Rafn er orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá Löwen. „Auðvitað verður þreytt að vera alltaf á bekknum. Ég verð bara að taka stöðuna núna í janúar og sjá hvað félagið ætlar að gera í sínum málum.“ „Ég á möguleika að skoða eitthvað annað þannig ég ætla að nota þennan tíma með landsliðinu vel og skoða mín mál. Svo tek ég ákvörðun um framhaldið í lok janúar.“Stefán Rafn hefur leyst Uwen Gensheimer af með stæl í undanförnum leikjum.vísir/gettyÍ þessu til að spila Uwen Gensheimer er meiddur þessa dagana og verður t.a.m. ekki með á EM. Stefán Rafn hefur komið sterkur inn í liðið í fjarveru hans. „Auðvitað er leiðinlegt að sitja á bekknum og fá lítið að spila. Uwe er meiddur núna og ég hef spilað síðustu þrjá leiki sem er miklu, miklu skemmtilegra. Maður er í þessu sporti til að spila. Þó það sé ágætt að mæta í vinnuna og fá laun fyrir að gera ekki neitt þá verður það bara hundleiðinlegt,“ segir Stefán Rafn sem gæti haldið áfram hjá Ljónunum. „Ég veit hvað Löwen ætlar að gera í janúar en má því miður ekkert segja. Ég held það séu mjög góðar líkur á því að ég verði áfram,“ segir hann.Stefán Rafn Sigurmannsson.vísir/stefánKæruleysið hjálpar til Þrátt fyrir að spila ekki mikið með Löwen eða landsliðinu kemur Stefán Rafn vanalega alltaf af miklum krafti inn á þegar hann fær tækifærið. Skemmst er að minnast frammistöðu hans í leiknum um fimmta sætið gegn Póllandi á EM 2014 þegar Guðjón Valur skipti sér eiginlega sjálfur út af. Stefán kom þar inn og skoraði þrjú mörk í þremur skotum. Stefán var svo alveg óhræddur við Nicklas Landin, markvörð Kiel og einn besta markvörð heims, í stórleik þýsku 1. deildarinnar á dögunum. Hann óð bara inn úr horninu og þrumaði boltanum yfir höfuðið á Dananum í tvígang. Hver er galdurinn? „Ætli ég sé ekki bara smá kærulaus og skítsama. Það er alveg kúnst að koma inn af bekknum og getur verið leiðinlegt. Aðalatriðið er að vera svolítið kærulaus og pæla ekkert of mikið í þessu,“ segir Stefán Rafn. „Maður þarf líka að stilla spennustigið rétt þegar maður fær loksins tækifæri. Oft vill maður skora 40 mörk þegar maður kemur inn á. Maður verður bara að mæta af krafti inn í leikinn og gera það sem maður kann. Ég næ að hamra boltann vel yfir hausinn á mönnum og því er um að gera að nýta það,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Guðjón Valur: Dagarnir misjafnir eins og hjá öllum öðrum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það séu alltaf forréttindi að fá að spila fyrir hönd Íslands og að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að standast pressuna sem íslenska þjóðin setur á liðið. 3. janúar 2016 19:30 Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00
Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19
Guðjón Valur: Dagarnir misjafnir eins og hjá öllum öðrum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það séu alltaf forréttindi að fá að spila fyrir hönd Íslands og að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að standast pressuna sem íslenska þjóðin setur á liðið. 3. janúar 2016 19:30
Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00
Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30