Innlent

Íslendingar þurfa að sýna vegabréf milli Svíþjóðar og Danmerkur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
vísir/stefán
Nýjar reglur um vegabréfaeftirlit á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur tóku gildi á miðnætti í nótt.

Þurfa íslenskir ríkisborgarar nú að hafa með sér skilríki ætli þeir að ferðast þar á milli.

Frá þessu er greint á vefsíðu Utanríkisráðuneytisins.

Þar segir að vegabréf eru eftir sem áður ákjósanlegustu ferðaskilríkin en þó er núna hægt að framvísa ökuskírteini.

Þá er vísað á vef sænsku lögreglunnar fyrir alla þá sem vilja nálgast frekari upplýsingar.

Nánar má lesa sér til um breyttu reglurnar hér að neðan.

#ferðaráð Nýjar reglur um vegabréfaeftirlit á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur tóku gildi á miðnætti í nótt og þurfa í...

Posted by Utanríkisráðuneytið on Monday, 4 January 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×