Árangur sem endist hjá Heilsuborg 1. janúar 2016 12:00 Þjónusta Heilsuborgar er að sögn Erlu Gerðar sniðin að því að koma til móts við þarfir mismunandi einstaklinga og ná langvarandi árangri en leitast ekki við að steypa alla í sama mót. MYND/ERNIR Heilsuborg í Faxafeni 14 hefur undanfarin sex ár þróað samþætta nálgun til að aðstoða einstaklinga til að byggja upp og viðhalda góðri heilsu í daglegu lífi. Í starfi sínu sem heimilislæknir sá Erla Gerður Sveinsdóttir, annar stofnandi Heilsuborgar, mikla þörf fyrir slíka þjónustu.Fyrir hverja er Heilsuborg?Heilsuborg er fyrir alla sem vilja bæta heilsu sína og líðan. Margir eru komnir með einhver verkefni sem þarf að vinna með og það geta verið erfið skref að koma sér af stað í heilsurækt. Hingað koma þeir sem vilja vanda sig. „Hjá okkur er heimilislegt andrúmsloft og hingað finnst fólki á öllum aldri þægilegt að koma. Við bjóðum upp á ýmiss konar úrræði bæði til að byggja upp heilsuna almennt og til að vinna með ákveðin verkefni. Hér er hægt að fá bæði einstaklingsþjónustu og skrá sig í hóp og svo getur fólk einnig mætt til að stunda líkamsræktina eina og sér,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir.Líkami og sál Að hugsa vel um líkama og sál er verkefni sem aldrei lýkur, jafnvel þótt þarfirnar kunni að breytast með tímanum. Þjónusta Heilsuborgar er sniðin að því að koma til móts við þarfir mismunandi einstaklinga og ná langvarandi árangri en leitast ekki við að steypa alla í sama mót. Hreyfing, mataræði, hugarró og góður svefn eru þeir þættir sem stuðla að vellíðan og bættri heilsu. „Hjá Heilsuborg köllum við þá hornsteina góðrar heilsu og vinnum með þá alla en áherslurnar eru mismunandi eftir einstaklingum. Það eru allir að kljást við eitthvað. Við hjá Heilsuborg samtvinnum þessa þætti við daglegt líf, það er okkar sérstaða.“ Erla vakti mikla athygli í haust með erindi sínu Af hverju er megrun fitandi? á sýningunni Heilsa&Lífsstíll Expo, þegar hún vakti máls á því að skyndilausnir geta gert illt verra. Margir kannast við að hafa farið í megrunarkúr, misst fjölda kílóa og bætt þeim svo á sig aftur. Að mati Erlu er það manninum ekki eðlilegt að halda megrunarkúra út. Hún vill vekja fólk til umhugsunar um hvernig unnt er að vinna með líkamanum en ekki á móti og ná þannig varanlegum árangri, halda góðri heilsu og njóta lífsins. Erla er sannfærð um að hún sé komin með uppskriftina. „Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir Heilsuborgar nái árangri sem endist, en sitji ekki uppi með óbreytt eða jafnvel verra ástand, eftir einhvern kúr eða átak. Okkar nálgun er heildstæð og við skiljum viðskiptavini Heilsuborgar ekki eftir ráðalausa, heldur hafa þeir í höndum ýmis verkfæri sem þarf til að ná árangri og halda honum. Hjá okkur starfar nú stór hópur fagaðila þar sem allir þjálfarar og sérfræðingar eru háskólamenntaðir í sínu fagi. Fagaðilum fjölgar stöðugt og til staðar er stór hópur sálfræðinga, íþróttafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna, næringarfræðinga og sjúkraþjálfa sem veita sína þjónustu,“ útskýrir Erla. „Með þessu erum við að svara þörf fólks fyrir að geta haft aðgang að margs konar fagfólki til að leysa úr viðfangsefnum sem tengjast heilsu og vellíðan. Þetta gerir Heilsuborg einstaka í sinni röð,“ segir Erla.Virðing, virðing og aftur virðing „Í öllu okkar starfi leggjum við mikla áherslu á virðingu. Við erum öll ólík og eigum að vera það. Virðing fyrir okkur sjálfum eins og við erum er lykilatriði. Það hljómar eins og sjálfsagður hlutur en það er ótrúlegt hversu dugleg við erum í að tala okkur niður og draga úr okkur kjarkinn. Við ættum kannski ekki mjög marga vini ef við töluðum við þá eins og við tölum stundum við okkur sjálf. Við þurfum hreinlega stundum að vera okkar besti vinur og hugsa vel um okkur sjálf,“ leggur Erla áherslu á.Frí ráðgjöf og mat á heilsunni „Oft er fólk að fást við fleira en eitt atriði í einu, til dæmis bæði verki og andlega vanlíðan, hækkandi blóðsykur eða ofþyngd og reynslan hefur sýnt að margir vita ekki hvernig er best að byrja. Þjónusta Heilsuborgar er margþætt og það getur verið flókið að átta sig á því hvað hentar. Við bjóðum því upp á fría ráðgjöf í upphafi til að hjálpa hverjum og einum að átta sig á því hvar er best að byrja. Í kjölfarið er hægt að skrá sig á námskeið eða hjá fagaðila sem vinnur áfram að því að finna bestu lausnina. Það gæti til dæmis verið sjúkraþjálfun, eitthvert ákveðið námskeið eða þjálfun í sal.“ Hjá Heilsuborg getur fólk einnig pantað sérstakt Heilsumat sem er margþætt greining á stöðu mála. Þar gerir hjúkrunarfræðingur grunnmælingar, fer markvisst yfir daglegar lífsvenjur, áhættuþætti og annað sem hafa þarf í huga til að ná sem bestum árangri. Áætlun um næstu skref er þannig kortlögð með hjúkrunarfræðingi.Stuðningur í daglegu lífi „Þessa þjónustu er hvergi hægt að fá í daglegu lífi fólks,“ útskýrir Erla. „Fólk getur farið og dvalið vegna heilsunnar einhvers staðar í nokkrar vikur og fengið góða meðferð, en kemur svo aftur út í lífið og þarf að fóta sig sjálft. Hér er hægt að fá stuðninginn og handleiðsluna í daglega lífinu. Við viljum árangur sem endist en ekki skyndilausnir. Auðvitað er í mannlegu eðli að vilja sjá árangur strax, en það er ekki endilega raunhæft. Það þarf meira til. Með því að taka mið af þeim einstaklingum sem hafa komið til okkar og náð árangri undanfarin ár höfum við séð að rauði þráðurinn og leiðin að árangri er sú að byrja þar sem maður er staddur, læra á sjálfan sig og fá handleiðslu og stuðning. Það er dásamlegt að verða þátttakandi í þessari vinnu og sjá fólk breyta lífi sínu til hins betra.“Kynningarfundur þann 6. janúar Vinsælasta námskeið Heilsuborgar heitir Heilsulausnir – Léttara líf. Kynningarfundur um námskeiðið verður miðvikudaginn 6. janúar klukkan 17.30 í Faxafeni 14. „Allir eru hjartanlega velkomnir og það er um að gera að koma og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða.“ Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Heilsuborg í Faxafeni 14 hefur undanfarin sex ár þróað samþætta nálgun til að aðstoða einstaklinga til að byggja upp og viðhalda góðri heilsu í daglegu lífi. Í starfi sínu sem heimilislæknir sá Erla Gerður Sveinsdóttir, annar stofnandi Heilsuborgar, mikla þörf fyrir slíka þjónustu.Fyrir hverja er Heilsuborg?Heilsuborg er fyrir alla sem vilja bæta heilsu sína og líðan. Margir eru komnir með einhver verkefni sem þarf að vinna með og það geta verið erfið skref að koma sér af stað í heilsurækt. Hingað koma þeir sem vilja vanda sig. „Hjá okkur er heimilislegt andrúmsloft og hingað finnst fólki á öllum aldri þægilegt að koma. Við bjóðum upp á ýmiss konar úrræði bæði til að byggja upp heilsuna almennt og til að vinna með ákveðin verkefni. Hér er hægt að fá bæði einstaklingsþjónustu og skrá sig í hóp og svo getur fólk einnig mætt til að stunda líkamsræktina eina og sér,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir.Líkami og sál Að hugsa vel um líkama og sál er verkefni sem aldrei lýkur, jafnvel þótt þarfirnar kunni að breytast með tímanum. Þjónusta Heilsuborgar er sniðin að því að koma til móts við þarfir mismunandi einstaklinga og ná langvarandi árangri en leitast ekki við að steypa alla í sama mót. Hreyfing, mataræði, hugarró og góður svefn eru þeir þættir sem stuðla að vellíðan og bættri heilsu. „Hjá Heilsuborg köllum við þá hornsteina góðrar heilsu og vinnum með þá alla en áherslurnar eru mismunandi eftir einstaklingum. Það eru allir að kljást við eitthvað. Við hjá Heilsuborg samtvinnum þessa þætti við daglegt líf, það er okkar sérstaða.“ Erla vakti mikla athygli í haust með erindi sínu Af hverju er megrun fitandi? á sýningunni Heilsa&Lífsstíll Expo, þegar hún vakti máls á því að skyndilausnir geta gert illt verra. Margir kannast við að hafa farið í megrunarkúr, misst fjölda kílóa og bætt þeim svo á sig aftur. Að mati Erlu er það manninum ekki eðlilegt að halda megrunarkúra út. Hún vill vekja fólk til umhugsunar um hvernig unnt er að vinna með líkamanum en ekki á móti og ná þannig varanlegum árangri, halda góðri heilsu og njóta lífsins. Erla er sannfærð um að hún sé komin með uppskriftina. „Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir Heilsuborgar nái árangri sem endist, en sitji ekki uppi með óbreytt eða jafnvel verra ástand, eftir einhvern kúr eða átak. Okkar nálgun er heildstæð og við skiljum viðskiptavini Heilsuborgar ekki eftir ráðalausa, heldur hafa þeir í höndum ýmis verkfæri sem þarf til að ná árangri og halda honum. Hjá okkur starfar nú stór hópur fagaðila þar sem allir þjálfarar og sérfræðingar eru háskólamenntaðir í sínu fagi. Fagaðilum fjölgar stöðugt og til staðar er stór hópur sálfræðinga, íþróttafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna, næringarfræðinga og sjúkraþjálfa sem veita sína þjónustu,“ útskýrir Erla. „Með þessu erum við að svara þörf fólks fyrir að geta haft aðgang að margs konar fagfólki til að leysa úr viðfangsefnum sem tengjast heilsu og vellíðan. Þetta gerir Heilsuborg einstaka í sinni röð,“ segir Erla.Virðing, virðing og aftur virðing „Í öllu okkar starfi leggjum við mikla áherslu á virðingu. Við erum öll ólík og eigum að vera það. Virðing fyrir okkur sjálfum eins og við erum er lykilatriði. Það hljómar eins og sjálfsagður hlutur en það er ótrúlegt hversu dugleg við erum í að tala okkur niður og draga úr okkur kjarkinn. Við ættum kannski ekki mjög marga vini ef við töluðum við þá eins og við tölum stundum við okkur sjálf. Við þurfum hreinlega stundum að vera okkar besti vinur og hugsa vel um okkur sjálf,“ leggur Erla áherslu á.Frí ráðgjöf og mat á heilsunni „Oft er fólk að fást við fleira en eitt atriði í einu, til dæmis bæði verki og andlega vanlíðan, hækkandi blóðsykur eða ofþyngd og reynslan hefur sýnt að margir vita ekki hvernig er best að byrja. Þjónusta Heilsuborgar er margþætt og það getur verið flókið að átta sig á því hvað hentar. Við bjóðum því upp á fría ráðgjöf í upphafi til að hjálpa hverjum og einum að átta sig á því hvar er best að byrja. Í kjölfarið er hægt að skrá sig á námskeið eða hjá fagaðila sem vinnur áfram að því að finna bestu lausnina. Það gæti til dæmis verið sjúkraþjálfun, eitthvert ákveðið námskeið eða þjálfun í sal.“ Hjá Heilsuborg getur fólk einnig pantað sérstakt Heilsumat sem er margþætt greining á stöðu mála. Þar gerir hjúkrunarfræðingur grunnmælingar, fer markvisst yfir daglegar lífsvenjur, áhættuþætti og annað sem hafa þarf í huga til að ná sem bestum árangri. Áætlun um næstu skref er þannig kortlögð með hjúkrunarfræðingi.Stuðningur í daglegu lífi „Þessa þjónustu er hvergi hægt að fá í daglegu lífi fólks,“ útskýrir Erla. „Fólk getur farið og dvalið vegna heilsunnar einhvers staðar í nokkrar vikur og fengið góða meðferð, en kemur svo aftur út í lífið og þarf að fóta sig sjálft. Hér er hægt að fá stuðninginn og handleiðsluna í daglega lífinu. Við viljum árangur sem endist en ekki skyndilausnir. Auðvitað er í mannlegu eðli að vilja sjá árangur strax, en það er ekki endilega raunhæft. Það þarf meira til. Með því að taka mið af þeim einstaklingum sem hafa komið til okkar og náð árangri undanfarin ár höfum við séð að rauði þráðurinn og leiðin að árangri er sú að byrja þar sem maður er staddur, læra á sjálfan sig og fá handleiðslu og stuðning. Það er dásamlegt að verða þátttakandi í þessari vinnu og sjá fólk breyta lífi sínu til hins betra.“Kynningarfundur þann 6. janúar Vinsælasta námskeið Heilsuborgar heitir Heilsulausnir – Léttara líf. Kynningarfundur um námskeiðið verður miðvikudaginn 6. janúar klukkan 17.30 í Faxafeni 14. „Allir eru hjartanlega velkomnir og það er um að gera að koma og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða.“
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira