Erlent

Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB. Vísir/AFP
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að aðildarríki ESB verði að ná stjórn á flóttamannavandanum í Evrópu innan tveggja mánaða.

Tusk hélt ræðu á Evrópuþinginu fyrr í dag þar sem hann sagði að Schengen-samstarfið myndi hrynja, nái ríkin ekki stjórn á málinu innan tveggja mánaða.

Í frétt Reuters kemur fram að hið pólitíska verkefni ESB myndi mistakast, geti aðildarríki sambandsins ekki haft almennilega stjórn á ytri landamærum sínum.

Evrópusambandið stendur nú frammi fyrir mesta straumi flóttafólks innan álfunnar frá seinni heimsstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×