Ísland verður að fá stig gegn Króatíu eftir sigur Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2016 19:15 Sander Sagosen og félagar í norska liðinu geta stillt Íslandi upp við vegg. vísir/epa Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira