Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 15:10 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. Vísir/Stefán Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira