Innlent

Flóttamennirnir komnir til Parísar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sýrlensku flóttamennirnir 35 sem koma til landsins í dag voru þreytt en ánægð þegar þau komu til Parísar frá Beirút í morgun. Frá París taka þau svo flugið til Keflavíkur klukkan 12.20 að íslenskum tíma þar sem svo er áætlað að þau lendi klukkan 15.50 í dag.

Flugið frá Líbanon til Frakklands er fimm og hálfur tími og flugið þaðan til Íslands um þrír og hálfur tími. Þau eiga því langt ferðalag að baki þegar þau koma loks hingað til lands.

Um sex fjölskyldur er að ræða en í hópnum eru 13 fullorðnir og 22 börn. Yngsta barnið í hópnum 10 mánaða og það elsta 18 ára. Fólkið hefur fengið fylgd frá Líbanon en með þeim eru meðal annars starfsfólk frá utanríkisráðuneytinu og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Kristjana Guðbrandsdóttir, fréttamaður 365, er á flugvellinum í París og mun fylgja fjölskyldunum eftir síðasta legginn í ferð þeirra til Íslands. Vísir verður svo að sjálfsögðu á staðnum í dag þegar fjölskyldurnar koma til Keflavíkur.

Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband sem tekið var á flugvellinum á París núna í morgun þegar flóttamennirnir voru komnir þangað.


Tengdar fréttir

Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum

Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×