Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 10:30 Svona sér norski listamaðurinn Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlum sínum í Reykjavík árið 874. Var Náttfari þá búinn að búa í nokkur ár við Vestmannsvatn í Þingeyjarsýslum ásamt ambátt? Teikning/Anders Kvåle Rue Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Ingólfur hafi ekki verið fyrstur til að nema land, - það hafi verið Náttfari, einn af skipsmönnum Garðars Svavarssonar, hins sænska. Til marks um það fögnuðu Þingeyingar ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, - til að minnast landnáms Náttfara, - fjórum árum áður en Alþingi og ríkisstjórn héldu þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1974 til að minnast landnáms Ingólfs og 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 kvöld verður fjallað um ferðir þeirra Naddodds, Garðars Svavarssonar og Hrafna Flóka, og velt upp þeirri spurningu hvort Náttfari teljist fyrsti landnemi Íslands. Landnámabók segir að þegar Garðar Svavarsson hugðist sigla af landi brott, eftir vetursetu á Húsavík „..sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík."Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Útgáfum Landnámu ber ekki saman um hvort þau hafi verið tvö eða þrjú sem urðu eftir, eða hvort Náttfari hafi verið þræll. Þingeyingar telja sig samt eiga fyrsta landnámsmanninn. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, segir í þættinum í kvöld að sögu Náttfara hafi verið ýtt til hliðar. Þannig hafi enn ekki verið reist stytta af Náttfara, eins og gert hafi verið á Arnarhóli með landnámsmann númer tvö. Í þættinum birtast einnig þau sjónarmið að sagan um Náttfara sé tilbúningur, út frá örnefni á ljósum líparítkletti í Náttfaravíkum, en Þórhallur Vilmundarson varpaði fram þeirri kenningu árið 1980. Þátturinn „Landnemarnir“ er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.40 í kvöld. Þar verður einnig velt upp spurningunni hverjir fundu Ísland, hvort grískir sæfarar hafi komið hingað mörgum öldum fyrir Krist og gefið landinu nafnið Thule, eða hvort rómverskir peningar, sem fundust á Suðausturlandi, séu vitnisburður um ferðir Rómverja til Íslands fimmhundruð árum fyrir tíma víkinganna. Landnemarnir Menning Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Ingólfur hafi ekki verið fyrstur til að nema land, - það hafi verið Náttfari, einn af skipsmönnum Garðars Svavarssonar, hins sænska. Til marks um það fögnuðu Þingeyingar ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, - til að minnast landnáms Náttfara, - fjórum árum áður en Alþingi og ríkisstjórn héldu þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1974 til að minnast landnáms Ingólfs og 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 kvöld verður fjallað um ferðir þeirra Naddodds, Garðars Svavarssonar og Hrafna Flóka, og velt upp þeirri spurningu hvort Náttfari teljist fyrsti landnemi Íslands. Landnámabók segir að þegar Garðar Svavarsson hugðist sigla af landi brott, eftir vetursetu á Húsavík „..sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík."Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Útgáfum Landnámu ber ekki saman um hvort þau hafi verið tvö eða þrjú sem urðu eftir, eða hvort Náttfari hafi verið þræll. Þingeyingar telja sig samt eiga fyrsta landnámsmanninn. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, segir í þættinum í kvöld að sögu Náttfara hafi verið ýtt til hliðar. Þannig hafi enn ekki verið reist stytta af Náttfara, eins og gert hafi verið á Arnarhóli með landnámsmann númer tvö. Í þættinum birtast einnig þau sjónarmið að sagan um Náttfara sé tilbúningur, út frá örnefni á ljósum líparítkletti í Náttfaravíkum, en Þórhallur Vilmundarson varpaði fram þeirri kenningu árið 1980. Þátturinn „Landnemarnir“ er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.40 í kvöld. Þar verður einnig velt upp spurningunni hverjir fundu Ísland, hvort grískir sæfarar hafi komið hingað mörgum öldum fyrir Krist og gefið landinu nafnið Thule, eða hvort rómverskir peningar, sem fundust á Suðausturlandi, séu vitnisburður um ferðir Rómverja til Íslands fimmhundruð árum fyrir tíma víkinganna.
Landnemarnir Menning Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45