Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2016 23:25 Frá fátækrahverfinu Surco í Lima í Perú. Í hverfinu er búið að reisa 10 metra háan vegg með gaddavír svo íbúar Surco komist ekki yfir í hverfið við hliðina á, San Juan Miraflores, þar sem margt af ríkasta fólki landsins býr. vísir/getty Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eiga 62 ríkustu einstaklingar heimsins jafnmikið nú og helmingur mannkyns sem telur 3,6 milljarða manna. Í rannsókninni kemur fram að þeir fátækustu eru að verða fátækari en þeir allra ríkustu auka við eignir sínar. Þannig hefur auður í heiminum aukist um 133 billjónir bandaríkjadala frá aldamótum en eitt prósent þeirra sem eiga mest fyrir hafa tekið til sín 68 billjónir dala af þessari aukningu.Þeir ríku verða ríkari samkvæmt nýrri rannsókn Oxfam um skiptingu auðs í heiminum.vísir/gettyTíu prósent þeirra sem eiga mest tóku aðrar 48 billjónir og þá voru eftir 17 billjónir fyrir 90 prósent mannkyns. Skýrsla Oxfam um rannsóknina ber heitið „Hagkerfi fyrir eina prósentið.“ Í henni er rakið hvernig þróunin í auðsöfnun í heiminum hefur verið síðustu ár en tölurnar sýna að auðurinn er sífellt að safnast á hendur færri einstaklinga. Þannig áttu 388 manns jafnmikið árið 2010 og helmingur mannkyns. Árið 2014 var fjöldi þeirra ríkustu á móti þeim fátækustu kominn niður í 80 og þeir eru nú eins og áður segir 62 talsins. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eiga 62 ríkustu einstaklingar heimsins jafnmikið nú og helmingur mannkyns sem telur 3,6 milljarða manna. Í rannsókninni kemur fram að þeir fátækustu eru að verða fátækari en þeir allra ríkustu auka við eignir sínar. Þannig hefur auður í heiminum aukist um 133 billjónir bandaríkjadala frá aldamótum en eitt prósent þeirra sem eiga mest fyrir hafa tekið til sín 68 billjónir dala af þessari aukningu.Þeir ríku verða ríkari samkvæmt nýrri rannsókn Oxfam um skiptingu auðs í heiminum.vísir/gettyTíu prósent þeirra sem eiga mest tóku aðrar 48 billjónir og þá voru eftir 17 billjónir fyrir 90 prósent mannkyns. Skýrsla Oxfam um rannsóknina ber heitið „Hagkerfi fyrir eina prósentið.“ Í henni er rakið hvernig þróunin í auðsöfnun í heiminum hefur verið síðustu ár en tölurnar sýna að auðurinn er sífellt að safnast á hendur færri einstaklinga. Þannig áttu 388 manns jafnmikið árið 2010 og helmingur mannkyns. Árið 2014 var fjöldi þeirra ríkustu á móti þeim fátækustu kominn niður í 80 og þeir eru nú eins og áður segir 62 talsins.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira