Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 17:15 John Kerry og Mohammad Javad Zarif eyddu miklu púðri í að ná saman í sumar. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira